Engin samgöngumiðstöð í Vatnsmýri

Í fréttinni segir: "Þá er gert ráð fyrir að fundin verði lausn vegna aðstöðu fyrir vélar og tæki (innsk.höf. ekki flugvéla) vegna rekstrar vallarins á athafnasvæði Isavia við austanverðan völlinn."

Ég spyr, hvað með þá sem vilja og þurfa að byggja undir flugrekstur hjá sér?  Ef ekki væri flugstarfsemi á vellinum þyrfti ISAVIA ekki að vera á staðnum.  Það er í lagi að byggja leikskóla við hliðina á flugbrautum og háskóla en að það megi byggja flugskýli fyrir þá sem starfa innan girðingar kemur algjörlega ekki til greina.

Þetta samkomulag er kosningarsamkomulag (pöpulismi) sem tryggir áframhaldandi stöðnum að undanskyldum bílastæðismálum hjá Flugfélaginu og bættum húsa eða skúrakosti í innanlandsafgreiðslu se Fllugfélaginu var meinað að laga á eigin reikning.  Almenningur verður nefnilega að skilja að þó svo að ISAVI taki við gömlu flugskýlisafgreiðslunni hjá Flugfélaginu þýðir ekki að það verði einhver aukin samkeppni í flugi því til að svo megi verða (ef áhugi er hjá einhverjum) þurfa nýjir aðilar að geta komist í hús með þær flugvélar sem þeir vildu notast við.  Svo þetta er í raun orðin tóm að vera að tala um að opna á samkeppni því ég veit ekki betur en Flugfélagið hafi staðið sig með stakri prýði í að veita þeim sem óskað hafa eftir afgreiðslu góða þjónustu gegnum árin.  Mig rennur í grun að það eina sem hér gerist er að Flugfélagið sem burðarafl í innanlandsflugi fá enn frekari álögur til að rukka almenning um þ.e. almenning sem býr úti á landi og þarf á flugi að halda.  Af hverju er ekki hægt að gera hlutina almennilega finnst verið er að gera eitthvað á annað borð.  Hvað með áframhaldandi vöxt þegar við verðum með 1-2 milljónir ferðamanna innan 10-15 ára samkvæmt nýjum rannsóknum og spám, hvað á að gera þá þegar búið verður að þrengja enn meira að flugvellinum.  Þá verður ekkert rými lengur til notast við því nýbúar flugvallarins verða þá komnir með eldhúsglugga að öryggissvæðum flugbrauta. 


mbl.is Engin samgöngumiðstöð í Vatnsmýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Grétar Sigurðsson

Höfundur

Jón Grétar Sigurðsson
Jón Grétar Sigurðsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband