Engin samgöngumiðstöð í Vatnsmýri

Í fréttinni segir: "Þá er gert ráð fyrir að fundin verði lausn vegna aðstöðu fyrir vélar og tæki (innsk.höf. ekki flugvéla) vegna rekstrar vallarins á athafnasvæði Isavia við austanverðan völlinn."

Ég spyr, hvað með þá sem vilja og þurfa að byggja undir flugrekstur hjá sér?  Ef ekki væri flugstarfsemi á vellinum þyrfti ISAVIA ekki að vera á staðnum.  Það er í lagi að byggja leikskóla við hliðina á flugbrautum og háskóla en að það megi byggja flugskýli fyrir þá sem starfa innan girðingar kemur algjörlega ekki til greina.

Þetta samkomulag er kosningarsamkomulag (pöpulismi) sem tryggir áframhaldandi stöðnum að undanskyldum bílastæðismálum hjá Flugfélaginu og bættum húsa eða skúrakosti í innanlandsafgreiðslu se Fllugfélaginu var meinað að laga á eigin reikning.  Almenningur verður nefnilega að skilja að þó svo að ISAVI taki við gömlu flugskýlisafgreiðslunni hjá Flugfélaginu þýðir ekki að það verði einhver aukin samkeppni í flugi því til að svo megi verða (ef áhugi er hjá einhverjum) þurfa nýjir aðilar að geta komist í hús með þær flugvélar sem þeir vildu notast við.  Svo þetta er í raun orðin tóm að vera að tala um að opna á samkeppni því ég veit ekki betur en Flugfélagið hafi staðið sig með stakri prýði í að veita þeim sem óskað hafa eftir afgreiðslu góða þjónustu gegnum árin.  Mig rennur í grun að það eina sem hér gerist er að Flugfélagið sem burðarafl í innanlandsflugi fá enn frekari álögur til að rukka almenning um þ.e. almenning sem býr úti á landi og þarf á flugi að halda.  Af hverju er ekki hægt að gera hlutina almennilega finnst verið er að gera eitthvað á annað borð.  Hvað með áframhaldandi vöxt þegar við verðum með 1-2 milljónir ferðamanna innan 10-15 ára samkvæmt nýjum rannsóknum og spám, hvað á að gera þá þegar búið verður að þrengja enn meira að flugvellinum.  Þá verður ekkert rými lengur til notast við því nýbúar flugvallarins verða þá komnir með eldhúsglugga að öryggissvæðum flugbrauta. 


mbl.is Engin samgöngumiðstöð í Vatnsmýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er komin tími til að fjölmiðlafólk læri að þekkja mun á flugfélagi og ferðaskrifstofu.

Eins jákvæð og fréttin er er ég persónulega orðin ansi langþreyttur á að heyra stanslaust talað og skrifað um Iceland Express sem FLUGFÉLAG og það þannig borið saman við ICELANDAIR sem er alvöru FLUGFÉLAG.  Vinsamalega farið nú að kynna ykkur hver munurinn er á flugfélagi og ferðaskrifstofu og farið svo tala um hlutina í réttu samhengi.  Það er undirverktaki IE sem er flugfélagið hér.  Hægt er á sama hátt að tala um Úrval Útsýn, Sumarferðir, Plúsferðir, VITA, Ferðaskrifstofu Bænda og alla hina sem flugfélög en það er ekki gert og svo því sé haldið til haga að þá er hin nýja ferðaskrifstofa WOW-AIR ekki flugfélag frekar en aðrar ferðaskrifstofur sem eru nefndar hér á undan.
mbl.is Íslensku flugfélögin til fyrirmyndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auka skatta.

Alltaf sama hugmyndafræðin hér á ferðinni.  Hvernig væri að koma með lausnir sem leysa vanda fólks svo það nægi að stunda vinnu og geta þannig unnið fyrr sér og sýnum og lifað eðlilegu lífi en ekki alltaf koma með auðveldustu leiðina að hætti vinstri manna sem er að taka peninga frá einum og rétta öðrum af því að þeim finnst aðrir hafa of míkið á milli handanna, það kalla ég ekki velferðarkerfi.  Fyrir alla muni komið þið VG með með alvöru hugmyndir svo þið verðið ekki þurkaðir út í nærstu kosningum, það eru allir orðnir leiðir á þessum gömlu tuggum.
mbl.is Hækki fjármagnstekjuskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Múlakvísl.

Er ekki hægt að koma fyrir röraræsum og fylla að og halda því við á meðan verið er að byggja brú.  Ég bara spyr þar sem þetta er nú ekki neitt stófljót. Veginn verður að opna á nærstu dögum því annars má búast við óbætanlegum skaða hjá ferðaþjónustunni og hjá þjóðarbúinu í heild.  Svona áfram nú ekki hafa bara vinnuflokk 10-20 manna í þessu, hér þarf her manna til að bregðast við.  Hvar er drifkrafturinn sem einkenndi þessa þjóð þegar á þurfti að halda.
mbl.is Neyðarástand í ferðaþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Jón Grétar Sigurðsson

Höfundur

Jón Grétar Sigurðsson
Jón Grétar Sigurðsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband